FORSÍÐA | FÉLAGIÐ | STARFSEMIN | SKÝRSLUR | LÖG FÉLAGSINS | FÉLAGATAL | GERAST FÉLAGI

Vinnukvöld í Hellisskógi
Vinnukvöld eru í Hellisskógi miðvikudaginn 26. maí og miðvikudaginn 2. júní 2021. Unnið verður kl.20-22. Létt störf fyrir alla. Bæði kvöldin er mæting við Hellinn kl.20. Stungið verður niður aspargræðlingum og plantað skógarplöntum.

Balkanfura í Hellisskógi

Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss var haldinn miðvikudaginn 19. apríl 2021 kl 20:00 í austurrými Sólvallaskóla.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og kynning á framtíðar áformum í Hellisskógi.

Vinnukvöld í Hellisskógi
Miðvikudag 13. maí 2020 var vinnukvöld í Hellisskógi. Unnið var í um 1 klst við að stinga niður aspargræðlingum í belti og þyrpingar við Biskupstungnabraut og norðan við Hellinn. Tólf vaskir vinnumenn mættu.
Þriðjudaginn 19. maí 2020 var síðara vinnukvöldið í Hellisskógi. þá var plantað 600 sitkagreniplöntum og 160 birkiplöntum.Þrettán félagar mættu. Boðið var uppá veitingar í Hellinum að loknu starfi.

Minningarreitur
Þriðjudaginn 23. júlí kl. 17 var vígður í Hellisskógi minningarreitur um Ólaf Hákon Guðmundsson. Jónína Magnúsdóttir eiginkona Ólafs heitins afhjúpaði minningarskjöld í reitnum að viðstöddum vinum og vandamönnum og ávarpaði gesti.
Ólafur var virkur félagi í Skógræktarfélaginu Selfoss og sat í stjórn félagsins í mörg ár. Síðustu árin sá hann um verkstjórn í sumarvinnunni í Hellisskógi og sá um viðhald á bekkjum og stígum í skóginum.
Gerð minningarreitsins var unnin af starfsmönnum skógræktarfélagsins í samstarfi við aðstandendur Ólafs. Plantað var runnum, settur upp minningarskjöldur á klettavegg, lagður stígur og komið fyrir bekk. Þór Sigmundsson steinsmiður útbjó minningarskjöldinn.

Jónína Magnúsdóttir afhjúpar minningarskjöldinn í Hellisskógioli

Vinnukvöld í Hellisskógi 2019
Tvö vinnukvöld voru í Hellisskógi í maí.
Fyrra kvöldið var fimmtudaginn 9. maí. Þá var plantað pottaplöntum af mörgum tegundum á svæðið kringum Hellinn.
Jónína Magnúsdóttir kom með hlaðborð af veitingum að lokinni vinnu.

Síðara kvöldið var fimmtudaginn 23. maí. Þá var stungið niður aspargræðlingum austan við Hellinn. Þrátt fyrir þurrka í júní lifnuðu græðlingarnir vel.

Hópur grunnskólakrakka plantaði nokkrum pottaplöntum austan við Hellinn í maí.

Í júní komu tveir hópar og plöntuðu pottaplöntum á svæðið umhverfis Hellinn. Annars vegar var hópur skólafélaga af 1952 árganginum og plöntuðu þau 52 birkiplöntum vestan við Hellinn og hins vegar starfsmannahópur frá Healthline Nutrition á Íslandi og plöntuðu þau 16 pottaplöntum meðfram göngustíg austan við hellinn. Að auki styrktu þau skógræktarfélagið.

Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss var haldinn fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 20:00 í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi að Austurvegi 56. Mæting var góð.
Á dagskrá voru:
- venjuleg aðalfundarstörf
- fyrirlestur - rakin saga uppbyggingar í Hellisskógi í máli og myndum 1985-2019.

Guðbjartur Ólason kom nýr í stjórnina.
Stjórnina skipa:

  • Örn Óskarsson - formaður
  • Hermann Ólafsson - gjaldkeri
  • Snorri Sigurfinnsson - ritari
  • Björgvin Örn Eggertsson - meðstjórnandi
  • Guðbjartur Ólason - meðstjórnandiStjórn Skógræktarfélags Selfoss í apríl 2019

 

Eldri fréttir


HÖNNUN OG UMSJÓN: ÖRN ÓSKARSSON 2012. Skógræktarfélag Selfoss, hellisskogur@gmail.com