FORSÍÐA | FÉLAGIÐ | STARFSEMIN | SKÝRSLUR | LÖG FÉLAGSINS | FÉLAGATAL | GERAST FÉLAGI

Skógræktarfélag Selfoss

Skógræktarfélag Selfoss var stofnað 16. maí 1952. Skógræktarfélagið varð deild innan Skógræktarfélags Árnesinga. Frá upphafi var markmið félagsins að efla trjárækt innan Selfossbæjar og planta skógi á ræktunarsvæðum bæjarins og Skógræktarfélags Árnesinga. Tilgangi sýnum huggðist félagið ná með því að veita félagsmönnum fræðslu um skóg- og trjárækt með fyrirlestrum, myndasýningum, leiðbeiningum og ferðum innan héraðs og utan. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Þórmundur Guðmundsson, formaður, Gísli Bjarnason og Bergur Þórmundsson.

Núverandi stjórn skipa: Björgvin Eggertsson, formaður, Örn Óskarsson, Snorri Sigurfinnsson, Hermann Ólafsson og Ólafur H Guðmundsson .

Félagafjöldinn hefur gegnum tíðina verið nokkuð breytilegur. Undanfarin 30 ár hefur félagafjöldinn verið frá 110 - 160.

Formenn Skógræktarfélags Selfoss

 • 1952-1975 Þórmundur Guðmundsson
 • 1975-1984 Óskar Þór Sigurðsson
 • 1984-1987 Örn Óskarsson
 • 1987-1988 Guðmundur Vernharðsson
 • 1988-1991 Örn Óskarsson
 • 1991-1994 Valdimar Bragason
 • 1994-1998 Sigmundur Stefánsson
 • 1998-1999 Oddný Guðmundsdóttir
 • 1999-2000 Björgvin Örn Eggertsson
 • 2000-2003 Ingileif Auðunsdóttir
 • 2003-2006 Hermann Ólafsson
 • 2006-2018 Björgvin Örn Eggertsson
 • 2018- Örn Óskarsson

 


HÖNNUN OG UMSJÓN: ÖRN ÓSKARSSON 2008. Skógræktarfélag Selfoss, hellisskogur@gmail.com