FORSÍÐA | FÉLAGIÐ | STARFSEMIN | SKÝRSLUR | LÖG FÉLAGSINS | FÉLAGATAL | GERAST FÉLAGI

Haustplöntun í Hellisskógi

Föstudaginn 7. október kl. 16:30 verður plantað trjám í Hellisskógi. Áætlað er að planta um 50 reynitegundum og öðrum yndisgróðri (pottaplöntur) meðfram göngustígum í skóginum. Mæting við Hellinn. Æskilegt er að menn hafi með sér skóflur. Boðið verður uppá veitingar í Hellinum að lokinni vinnu sem áætlað er að taki um eina klukkustund.

Skógræktarfélag Selfoss var stofnað á fundi í Tryggvaskála 16. maí 1952 og er því 70 ára í dag. Félagið varð strax deild innan Skógræktarfélags Árnesinga. Í 2. grein félagslaga skógræktarfélagsins segir: “Tilgangur félagsins er að efla trjárækt innan bæjarins og planta skógi á ræktunarsvæðum Selfossbæjar og Skógræktarfélags Árnesinga”. Skógræktarfélag Selfoss hefur unnið óslitið að þessum markmiðum undanfarin 70 ár og plantað í reiti á Selfossi og á Snæfoksstöðum. Fyrstu 18 árin í Rauðholtsgirðinguna á Selfossi (á núverandi íþróttavallarsvæði og Gesthúsalóð). Sú skógrækt var ítrekað eyðilögð í sinueldum og loks tekin undir aðra starfsemi. Síðan var plantað í 15 ár á Snæfoksstöðum. Þar stendur nú myndarlegur furuskógur. Frá árinu 1986 hefur félagið einbeitt sér að uppbyggingu Hellisskógar við Selfoss. Þar hefur tekist vel til og er Hellisskógur frábær minnisvarði um starf félagsins síðustu 36 árin. Þó svo félagið eldist og aðstæður í þjóðfélaginu hafi breyst þá hefur starf Skógræktarfélags Selfoss haldið áfram og mun vonandi eflast enn frekar næstu áratugi. Til hamingju með 70 ára afmælið.

Sigling út í Laugardælaeyju 17. sept


Í tilefni 70 ára afmælis Skógræktarfélags Selfoss bauð félagið upp á ferð í Fremri Laugadælaeyju laugardaginn 17. september. Veður var mjög gott til útiveru og siglinga. Bátasveit Björgunarfélags Árborgar sá um að ferja gesti út í eyju og 70 gestir þáðu boðið. Siglt var frá kl. 10 til 12 og voru tveir bátar í stöðugum siglingum. Boðið var uppá veitingar í eyjunni.

Í Fremri Laugardælaeyju vaxa tvö silfurreynitré sem plantað var um 1890.

Vinnudagur í Hellisskógi
Sunnudaginn 8. maí 2022 var vinnudagur í Hellisskógi. Þá var stungið niður 1300 græðlingum af alaskaösp vestan við Hellinn. Boðið var upp á veitingar í Hellinum. Átján fullorðnir og nokkur börn mættu til starfa.

Aðalfundur 27. apríl 2022
Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss var haldinn miðvikudaginn 27. apríl 2022 kl 20:00 í austurrými Sólvallaskóla.
Á dagskrá voru:
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Kynning á aðalskipulagi og mögulegri stækkun skógræktarsvæðis
Hlíf Böðvarsdóttir kom ný inn í stjórnina í stað Guðbjarts Ólasonar. Aðrir í stjórn eru Björgvin Örn Eggertsson, Hermann Ólafsson, Snorri Sigurfinnsson og Örn Óskarsson.

Vinnukvöld í Hellisskógi 2021
Miðvikudag 13. maí 2020 var vinnukvöld í Hellisskógi. Unnið var í um 1 klst við að stinga niður aspargræðlingum í belti og þyrpingar við Biskupstungnabraut og norðan við Hellinn. Tólf vaskir vinnumenn mættu.
Þriðjudaginn 19. maí 2020 var síðara vinnukvöldið í Hellisskógi. þá var plantað 600 sitkagreniplöntum og 160 birkiplöntum.Þrettán félagar mættu. Boðið var uppá veitingar í Hellinum að loknu starfi.

Minningarreitur
Þriðjudaginn 23. júlí kl. 17 var vígður í Hellisskógi minningarreitur um Ólaf Hákon Guðmundsson. Jónína Magnúsdóttir eiginkona Ólafs heitins afhjúpaði minningarskjöld í reitnum að viðstöddum vinum og vandamönnum og ávarpaði gesti.
Ólafur var virkur félagi í Skógræktarfélaginu Selfoss og sat í stjórn félagsins í mörg ár. Síðustu árin sá hann um verkstjórn í sumarvinnunni í Hellisskógi og sá um viðhald á bekkjum og stígum í skóginum.
Gerð minningarreitsins var unnin af starfsmönnum skógræktarfélagsins í samstarfi við aðstandendur Ólafs. Plantað var runnum, settur upp minningarskjöldur á klettavegg, lagður stígur og komið fyrir bekk. Þór Sigmundsson steinsmiður útbjó minningarskjöldinn.

Jónína Magnúsdóttir afhjúpar minningarskjöldinn í Hellisskógioli

Vinnukvöld í Hellisskógi 2019
Tvö vinnukvöld voru í Hellisskógi í maí.
Fyrra kvöldið var fimmtudaginn 9. maí. Þá var plantað pottaplöntum af mörgum tegundum á svæðið kringum Hellinn.
Jónína Magnúsdóttir kom með hlaðborð af veitingum að lokinni vinnu.

Síðara kvöldið var fimmtudaginn 23. maí. Þá var stungið niður aspargræðlingum austan við Hellinn. Þrátt fyrir þurrka í júní lifnuðu græðlingarnir vel.

Hópur grunnskólakrakka plantaði nokkrum pottaplöntum austan við Hellinn í maí.

Í júní komu tveir hópar og plöntuðu pottaplöntum á svæðið umhverfis Hellinn. Annars vegar var hópur skólafélaga af 1952 árganginum og plöntuðu þau 52 birkiplöntum vestan við Hellinn og hins vegar starfsmannahópur frá Healthline Nutrition á Íslandi og plöntuðu þau 16 pottaplöntum meðfram göngustíg austan við hellinn. Að auki styrktu þau skógræktarfélagið.

Aðalfundur Skógræktarfélags Selfoss var haldinn fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 20:00 í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi að Austurvegi 56. Mæting var góð.
Á dagskrá voru:
- venjuleg aðalfundarstörf
- fyrirlestur - rakin saga uppbyggingar í Hellisskógi í máli og myndum 1985-2019.

Guðbjartur Ólason kom nýr í stjórnina.
Stjórnina skipa:

  • Örn Óskarsson - formaður
  • Hermann Ólafsson - gjaldkeri
  • Snorri Sigurfinnsson - ritari
  • Björgvin Örn Eggertsson - meðstjórnandi
  • Guðbjartur Ólason - meðstjórnandiStjórn Skógræktarfélags Selfoss í apríl 2019

 

Eldri fréttir


HÖNNUN OG UMSJÓN: ÖRN ÓSKARSSON 2012. Skógræktarfélag Selfoss, hellisskogur@gmail.com